laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur og Eva flytja á Ingólfshvol

10. desember 2009 kl. 14:52

Guðmundur og Eva flytja á Ingólfshvol

Tamningamennirnir og þjálfararnir Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy eru búin að leigja Ingólfshvol. Þau leigja húsakynnin og landið og sjá um rekstur reiðhallarinnar. Eiðfaxi náði tali af Evu, sem vitanlega hafði í nægu að snúast.


"Þetta er ofsalega spennandi. Við erum núna að undirbúa hesthúsið á Ingólfshvoli til að geta tekið inn hross fljótlega. Við stefnum á að geta byrjað að ríða út í janúar. Núna erum við aðeins með nokkur hross inni, eins og hryssurnar Fjólu frá Kirkjubæ og Karitas frá Kommu. En það verður nægt pláss á Ingólfshvoli og frábært að fá inniaðstöðu til þjálfunar og tamninga. Við ætlum nú ekki að breyta miklu, þó erum við að dytta að í hesthúsinu, skipta um jarðveg í stíunum og svo ætlum við líka að laga gólfið í reiðhöllinni. Við viljum gera það mýkra og trúlega verður settur skeljasandur á gólfið."


Eva og Guðmundur hafa í nógu að snúast og Eiðfaxi óskar þeim velsfarnaðar í þessu verkefni og hlakkar til að fylgjast með þeim á komandi misserum.