þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur Einarsson verður með fyrlrlestur

22. febrúar 2015 kl. 12:52

Guðmundur Einarsson

Skeiðfélagið stendur fyrir fræðslufundi.

Margfaldur skeið- og heimsmeistari, Guðmundur Einarsson, mun halda fyrirlestur nk. föstudagskvöld 27. febrúar að er fram kemur í tilkynningu frá skeiðfélaginu.

"Skeiðfélagið kynnir með stolti fyrirlestur sem fer fram föstudagskvöldið 27. febrúar í Hlíðskjálf á Selfossi. Fyrirlesarinn er enginn annar en Guðmundur Einarsson. Best væri ef hestaáhugamenn tækju kvöldið strax frá, því það er ekki á hverjum degi sem margfaldir skeið- og heimsmeistarar koma að utan og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Atburðurinn verður nánar auglýstur síðar."