fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur Einarsson með fyrirlestur

24. febrúar 2015 kl. 10:36

Guðmundur Einarsson, hlaut Fjaðurverðlaun FEIF 2009. Hann hefur náð frábærum árangri og er jafnframt einn prúðasti og sanngjarnasti knapi og þjálfari á íslenskum hestum.

Miðlar af þekkingu og reynslu.

 

Skeiðfélagið kynnir með stolti fyrirlestur sem fer fram föstudagskvöldið 27.febrúar í Hlíðskjálf á Selfossi. Húsið opnar klukkan 19:30 og fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00. Fyrirlesarinn er enginn annar en Guðmundur Einarsson. Best væri ef hestaáhugamenn tækju kvöldið strax frá, því það er ekki á hverjum degi sem margfaldir skeið- og heimsmeistarar koma að utan og miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Guðmund Einarsson þarf vart að kynna fyrir fólki sem fylgst hefur með hestamennsku síðastliðna tvo áratugi. Afrek hans á keppnisvellinum eru mörg og of mikið væri að að telja þau öll upp hér. En helstu afrek eru Heimsmeistari í gæðingaskeiði 2009 á Sprota frá Sjávarborg með einkunnina 8,67, Silfur í 250. m skeið á Sprota frá Sjávarborg HM 2009 með tímann 21,33 og reiðmennskuverðlaun FEIF (Feif feather price) á HM 2009.

Inn á fyrirlesturinn kostar litlar 1000 krónur íslenskar og hlökkum við til að sjá sem flesta. Fólk er beðið að taka með sér pening í reiðufé því enginn posi er á staðnum. Kaffiveitingar verða seldar í hléi.

Með góðri kveðju

Skeiðfélagið

Skeidfelagid@gmail.com