þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmar býður upp á kennslu og þjálfun

3. desember 2011 kl. 13:30

Guðmar býður upp á kennslu og þjálfun

Guðmar Þór Pétursson hefur, eins og margir þekkja, rekið tamningarstöð í Bandaríkjunum til margra ára. Þar hefur hann fengist mikið við kennslu, þjálfun og tamningar auk þess að vera ötull í kynningu og markaðssetningu á íslenska hestinum í Bandaríkjunum. Hann hefur kynnt sér margskonar reiðmennsku-  og  þjálfunaraðferðir. Hann á einnig að baki farsælan feril í keppni og þjálfun hérlendis.

Guðmar Þór mun vera hér á landi frá miðjum desember til loka janúar og mun bjóða upp á námskeið og kennslu að Staðarhúsum í Borgarfirði en hefur þó tök á að fara víðar sé þess óskað. Kennslan hentar öllum reiðmönnum, bæði áhugafólki og vönum keppnisknöpum. Auk þess mun Guðmar Þór taka að sér hross í þjálfun að Staðarhúsum og eru því örfá pláss laus.

Nánari upplýsingar og pantanir berast í síma 8924050 (Linda Rún) og Guðmar Þór 8966726 eftir 16. desember  og í gegnum póstfangið gudmar@gudmar.com