miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmann sigraði

29. mars 2014 kl. 12:00

Sólon Morthens og Guðmann ánægðir með árangur kvöldsins

Uppsveitadeild Hótel Geysis

Uppsveitadeild Hótel Geysis fór fram í gærkvöldi á Flúðum. Keppt var í fimmgangi og voru miklar sviptingar í úrslitum. Sólon Morthens reið sig upp úr B úrslitunum og endaði í öðru sæti á Verði frá Árbæ með 6,69 í einkunn. 

Guðmann Unnsteinsson sigraði á hryssuni Öskju frá Kilhrauni, afbragðsgóð hryssa en þau fengu m.a. 9,0 fyrir fet. 

Niðurstöður kvöldsins birtast hér fyrir neðan. Lið Baldvins og Þorvaldara leiðir enn með 28 stig og er með nokkuð örugga forustu en lið Toyota Selfossi er á eftir þeim með 20 stig. 

Efstir í einstaklingskeppninni eru þeir jafnir Þórarinn Ragnarsson og Sólon Morthens með 17 stig, þriðji er Guðmann Unnsteinsson með 16 stig, fjórða Sigurbjörg Bára Björnsdóttir með 9 stig og fimmti Bjarni Bjarnason með 8 stig.

A úrslit:

1. Guðmann Unnsteinsson Askja frá Kilhrauni
2. Sólon Morthen Vörður frá Árbæ 6,69
3. Bjarni Bjarnason Hnokki frá Þóroddsstöðum 6,55
4. Þórarinn Ragnarsson Sæmundur frá Vesturkoti 6,10
5. Helgi Eyjólfsson Langfeti frá Hofsstöðum

B úrslit:  

1. Sólon Morthens Vörður frá Árbæ 6,45
2. Aðalheiður Einarsdóttir Darri frá Hlemmiskeiði 5,45
3. Ragnheiður Hallgrímsdóttir Vösk frá Vöðlum 5,26
4. Jón Óskar Jóhannesson Dimma frá Hvoli 4,60
5. Björgvin Ólafsson Óður frá Kjarnholtum 1  4,10