föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðlaugur snýr ekki aftur

7. nóvember 2014 kl. 12:27

Guðlaugur Antonsson

Staða ábyrgðarmanns hrossaræktarsviðs verður auglýst.

Guðlaugur Antonsson mun ekki snúa aftur til síns gamla starfs sem ábyrgðarmaður á hrossaræktarsviði RML. Hann tók sér ársleyfi frá störfum sl. áramót og hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir Matvælastofnun á Vesturlandi. Eins og kunnugt er sinnti yfirmaður búfjárræktarsviðs hjá RML Gunnfríður Hreiðarsdóttir starfi Guðlaugs tímabundið.

Í máli formanns Félags hrossabænda, Sveins Steinarssonar,  á aðalfundi félagsins kom fram að mikilvægt sé að hlutverk ábyrgðarmanns hrossaræktarsviðs/ ræktunarleiðtoga verði vel skilgreint með hliðsjón af því forystuhlutverki sem Íslendingar vilja gegna á sviði ræktunar íslenska hestsins á alþjóðavísu. Sveinn þakkaði Guðlaugi fyrir fórnfúsu og dugmiklu framlagi hans sem hrossaræktarráðanauts og sagði eftirsjá af honum.

„Ábyrgðarmaður hrossaræktar þarf að hafa góða félagslega tengingu, starfa þétt með búgreininni, vera faglega sterkur, vera góður talsmaður fyrir hestinn og hestamennskuna og leiðandi í samstarfi og samvinnu hérlendis sem erlendis,“ segir m.a. í árskýrslu félagsins.

Staða ábyrgðarmanns hrossaræktarsviðs verður væntanlega auglýst bráðlega.