fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grunur um hræeitrun

10. janúar 2014 kl. 16:30

Hross í útigangi - Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Líklegast að hross hafi veikst af rúlluheyi

Samkvæmt frétt á Vísi.is leikur grunur á því að hross hafi drepist af völdum hræeitrunar á bæ í Skagafirði. Orsökin er talin vera öflugt taugaeitur sem við ákveðnar aðstæður getur magnast upp í rúlluheyi. Efnið getur valdið bráðadauða. 

Samkvæmt Vísi er verið að rannsaka sýnin á Keldum en tekur það svolítin tíma að fá niðurstöður á meðan er fylgst vel með hrossunum á bænum. Enginn sértæk meðhöndlun er við hræeitrun en von getur verið að hross með væg einkenni nái að lifa með svokallaðri stoðmeðhöndlun.

www.visir.is