þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grunnþjálfun Hólanema

11. desember 2011 kl. 20:44

Grunnþjálfun Hólanema

Á laugardaginn 10.des var grunnþjálfun annars árs nema Hólaskóla kynnt eigendum hrossa sem nemar unnu með. Að lokinni sýningunni fengu eigendur hrossanna svo tækifæri til að spjalla við hið unga tamningafólk og hvarf síðan hver til síns heima með sitt hross.


Tryppin voru eins og gengur og gerist misllangt komin, enda upplag þeirra misjafnt þótt að segja megi að allflest voru vel ættuð hross, undan þekktum stóðhestum. Breydd nemanna er einnig mikil, þeir hafa mismikla reynslu fyrir námið og þessvegna ekki sama að vænta frá öllum þótt vinnan sé unnin undir góðri handleiðslu kennara Hólaskóla.
Margir reyndir ræktendur nota sér þessa þjónustu og má segja að saman liggi hagsmunir þeirra og skólans í þessu starfi.