fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Groddalegar stangir"

odinn@eidfaxi.is
3. nóvember 2014 kl. 15:22

Hleð spilara...

Ekki er sama hvaða stangarmél eru notuð.

Stangir eru ekki allar eins og þekking hins almenna hestamanns er oft á tíðum takmörkuð þegar kemur að þessum íslenska beislabúnaði.

Í umræðunni er talað um einbrotnar, tvíbrotnar og tungubogastangir, dragbeisli, einjárnungsstangir og fleira sem hinn almenni hestamaður þekkir ekki nóg deili á.

Erling Ó Sigurðsson hefur haft sterkar skoðanir um reið við íslenskar stangir og fannst okkur á Eiðfaxa rétt að fræða hestamenn um hvað er hvað í þessum frumskógi.

Erling hefur fengið í lið með sér í að fræða hestafólk um þennan búnað, marga af okkar fremstu knöpum og má þar nefna Gísla Gíslason, Erling Erlingsson, Olil Amble, Sigurð Matthíasson og Guðmar Þór Pétursson.

Hér með þessari frétt er fyrsta myndbandið í þessari þáttarröð, en við munum taka þetta málefni fyrir hér á vefnum og í komandi blöðum Eiðfaxa. Þar munu fyrrgreindir knapar munu miðla af reynslu sinni um val á stöngum, notkun þeirra, tamningu og þjálfun á stangarbeislum.

Erling vill auka fræðslu um þetta málefni og kallar eftir því að fræða en ekki hræða þegar kemur að notkun stangarbeisla.