sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grímutöltið stórskemmtilegt

8. febrúar 2010 kl. 08:35

Grímutöltið stórskemmtilegt

Brúðarmeyjar, sjómenn, prinsessur, smábörn, kanínur, iðnaðarmenn, maríubjöllur og draugabanar ásamt fleiri furðuverum svifu um í Reiðhöllinni í Víðidal á Grímutölti Fáks á föstudagskvöldið. Rauðhetta og úlfurinn háðu æsispennandi einvígi og á tímablili var það Rauðhetta sem elti orðið úlfinn enda hafði Rauðhetta sigur að lokum eins og í öllum góðum ævintýrum. Stórskemmtilegt mót með góðum hestum og frábærum grímubúningum. Hulda Geirsdóttir, alþjóðlegur íþróttadómari dæmdi mótið. Kári klári Steinsson var þulur og fór á kostum í búningalýsingum.

Mótið var stórskemmtilegt og tókst vel í alla staði að sögn mótshaldara. Þátttaka var góð og keppt var í fjórum flokkum, 16 ára og yngri, meira og minna keppnisvanir og 17 ára og eldri, meira og minna keppnisvanir.

Greinilegt var að mikið var lagt upp úr sniðugum og frumlegum búningum og allir voru komnir til að hafa gaman. Veitingasalan var opin og áhorfendur skemmtu sér vel og góð stemning myndaðist í stúkunni.

Hafnfirðingurinn og ljósmyndarinn Dalli var á staðnum og tók nokkrar skemmtilegar myndir sem fá finna hér, http://picasaweb.google.com/dallib58/Grimutolt#Úrslit urðu eftirfarandi:

16 ára og yngri – minna keppnisvanir en úrslitin þar réðust á hlutkesti
1.    Sóley Þórsdóttir Hefðarfrú á Sól frá Mykjunesi      5,8
2.    Bára Steinsdóttir Kanína á Spyrni frá Grund II    5,8
3.    Anna Rakel Snorradóttir Kúreki á Spyrli frá Selfossi    5,0
4.    Heiða Rún Sigurjónsdóttir Bleik á Töfra frá Þúfu    4,8
5.    Ólöf Helga Hilmarsdóttir Gelgja á Léttfeta frá Söðulsholti    4,5

16. ára og yngri – meira keppnisvanir
1.     Bjarki Freyr Arngrímsson Indjáni á Gými frá Syðri-Löngumýri     6,5
2.     Hlynur Helgi Arngrímsson Leiknisleikmaður á Ganta frá Torfunesi     6,3
3.     Rakel Jónsdóttir Dískógella á Spyrnu frá Vorsabæ II        6,3
4.     Nína María Hauksdóttir Brúður á Ófeigi frá S-Ingveldarstöðum     6,3
5.     Gyða Helgadóttir Smábarn á Hermanni frá Kúskerpi        5,8
6.     Þórunn Þöll Einarsdóttir Hefðardama á Mózarti frá Álfhólum     5,5

17 ára og eldri – minna keppnisvanir
1.    Aníta Lára Rauðhetta á Völi frá Árbæ            6,3
2.    Ingibjörg K.L. Guðmundsdóttir Sjómaður á Djarfi frá Reykjakoti    6,0
3.    Sigrún Hall Úlfurinn á Rjóði frá Dallandi             5,8
4.    Sigrún Sveinbjörnsdóttir Ljóska á Daumi frá Hjallanesi    5,8
5.    Ragna Brá Guðnadóttir Hawaii-gella á Glotta frá Glæsibæ    5,5

17 ára og eldri – meira keppnisvanir
1.    Rósa Valdimarsdóttir Draugabani á Íkoni frá Hákoti        6,8
2.    Erla Katrín Jónsdóttir Álfkona á Sóloni frá Stóra-Hofi        6,5
3.    Rúna Helgadóttir Krummi á Ylfu frá Hala            6,0
4.    Jón Guðlaugsson Munkur á Gyðju frá Kaðalstöðum        5,5
5.    Sylvía Rut Gísladóttir Kúreki á Írenu frá Oddhóli        5,0


Bestu búningarnir í 16 ára og yngri
1.    Nína María Hauksdóttir – Brúður (ný gift)
2.    Maríanna Sól Hauksdóttir – Maríubjalla
3.    Bergþór Atli Halldórsson – Ninja
4.    Auður Ólafsdóttir – Ísdrottning
5.    Þórunn Þöll Einarsdóttir - Hefðardama


Bestu búningarnir í 17 ára og eldri
1.    Ingibjörg K. L. Guðmundsdóttir – Sjómaður
2.    Erla Katrín Jónsdóttir – Álfkona
3.    Anna Kristín Gísladóttir – Rotta
4.    Jón Gaðar Sigurjónsson – Bubbi byggir
5.    Jón Guðlaugsson – Munkur