miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grímutölt á föstudagskvöldið í Reiðhöllinni

2. febrúar 2010 kl. 09:44

Grímutölt á föstudagskvöldið í Reiðhöllinni

Á föstudagskvöldið verður Grímutölt í Reiðhöllinni og hefst það kl. 20:30. Keppnisformið er hægt tölt og fegurðartölt. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og tveimur styrkleikaflokkum innan hvers aldursflokks (ef næg þátttaka næst). Skráningagjald er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri - ekkert fyrir yngri þátttakendur. Það er skilyrði að mæta í einhverskonar búningi (grímubúningi) til að geta tekið þátt.
 
16 ára á árinu og yngri (fædd 1994 eða síðar)
    *Keppnisvanir
    *Minna keppnisvanir
17 ára og eldri (fædd 1993 eða fyrr)
    *Keppnisvanir
    *Minna keppnisvanir
 
Fimm flottustu grímubúningarnir í hvorum aldurflokki fyrri sig verða verðlaunaðir.
Einnig keppa 5 efstu í hverjum styrkleikaflokki til úrslita í tölti þar sem dæmt verður hægt tölt og fegurðartölt.