miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gríðarlega góð stemning í Berlín - myndir

7. ágúst 2013 kl. 15:45

Eins og sjá má eru Íslendingar áberandi í stúkunni við keppnisvöllinn.

Íslensku áhorfendurnir hafa nokkra yfirburði yfir stuðningsmenn annarra liða.

Íslenskir áhorfendur hafa stutt dyggilega við bakið á íslensku keppendunum. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi I náðu efsta sætinu í fimmgangnum.

Ekki voru fagnaðarópinn minni þegar Alur frá Lundum og Jakob Svavar Sigurðsson náðu sömu einkunn.

Mikil fjöldi Íslendinga er á mótssvæðinu. Einnig heyrist talsvert í þýskum áhorfendum enda á heimavelli. 

Aðstæður eru ágætar þessa stundina, 26 stiga hiti en talsverður raki enda rigndi gríðarlega í gærkvöldi, nótt og talsvert í morgun.

Þrumur og eldingar eru daglegt brauð á svona dögum, það brást ekki í gærkvöldi og þeim er einnig spáð í kvöld.

Nokkuð vantar upp á að Þjóðverjarnir séu jafn áberandi og íslenskir áhorfendur.

Bandaríkjamennirnir eru margir lang að komnir. Fjölmargir eru komnir alla leið frá Kaliforníu.

Þessi unga snót fór út að hjóla með hestinn, til að hreyfa hann svolítið.