sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Greinin standi saman

21. september 2010 kl. 13:18

Greinin standi saman

 

Sigurður V Matthíasson og Edda Rún hafa um langan tíma rekið umfangsmikla starfsemi í hestamennsku...

Meðal annars hafa þau verið öflug í hestasölu, bæði innan lands og erlendis. Eiðfaxi sló á þráðinn til þeirra til að forvitnast um stöðuna.
„Hún hefur verið frekar dauf. Hrossin eru flest komin í gang og töluvert er til af þeim, en viðskiptavini hefur vantað.
Við erum nú að ljúka endurgerð heimasíðu okkar og ætti hún að verða klár á næstu dögum. Slóðin verður ganghestar.is og gerum við okkur vonir um að hún færi okkur viðskipti.
Ég fór á dögunum ferð til Hollands og Belgíu, en ég hef oft selt drjúgt af hrossum til þessara landa. Ég heimsótti þar viðskiptavini  mína til þess að kveikja aðeins á perunum. Mér mættu spurningar um heilsufar hrossa á Íslandi, hvort að lungun í hrossum væru hugsanlega ónýt. Eins var spurt um hvort að það væri rétt að sauðfé væri að smitast og jafnvel drepast af völdum þessa smits.
Ég reyndi af fremsta mætti að útskýra stöðuna fyrir fólki og er ég á þeirri skoðun að gera þyrfti átak til þess að leiðrétta sögusagnir og rangar fréttir af ástandinu hér. Eins tel ég það áríðandi að greinin standi saman í öllu er varðar markaðsmál.
Út úr þessari heimsókn minni á ég von á einhverjum gestum næstu daga og vikur, fólki sem hefur áhuga á að kaupa hér góð hross“.