mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grein um breytt form kynbótasýninga

15. febrúar 2012 kl. 11:43

Grein um breytt form kynbótasýninga

Í tengslum við fund Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í kvöld hefur Eiðfaxi nú opnað fyrir grein Óðins Arnar Jóhannssonar um breytt form kynbótasýninga á landsmóti „Góð þróun eða glapræði?“ 

Óhætt er að segja að rökrætt sé um nýju breytingarnar og en í greinninni er farið yfir þessar breytingar og þýðingu þeirra, gagnrýnina sem hún hefur fengið, óvissuþætti og kosti þeirra.

Guðlaugur Antonsson rökstyður ákvörðun Fagráðs í hrossarækt um breytingarnar og álit nokkurra knapa og aðstandenda kynbótahrossa er fengið um þetta nýja fyrirkomulag. Þar leggja Anton Páll Níelsson, Bergur Jónsson, Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy, Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórður Þorgeirsson orð í belg.

Ekki er úr vegi að hvetja þá sem ætla að mæta á fundinn í kvöld að lesa greinina en hana mánálgast hér og til hægri á forsíðunni.

Fundurinn hefst í Ölfushöll, Ingólfshvoli í kvöld kl. 20 og er öllum opinn.