þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grani 50 ára

29. október 2014 kl. 13:30

Kaffi veitingar og ýmis fróðleikur um sögu Grana.

Haldið verður uppá 50 ára afmæli Grana laugardaginn 15 nóvember kl. 15:30 í Miðhvammi. Kaffi veitingar og ýmis fróðleikur um sögu Grana í máli og myndum. Allir hjartanlega velkomnir

Saga Grana

Hestamannafélagið Grani var stofnað árið 1964 af 20 áhugasömum hestamönnum á Húsavík og eru félagar í dag 77.  Fyrsti formaður félagsins var Vilhjálmur Pálsson en núverandi formaður er Bjarki Helgason. 

Mótssvæðið var tekið í notkun árið 1982 og þar er 300m hlaupabraut, 200m og 300m hringvöllur.  
Einnig hefur Grani tekið þátt í mótshaldi með Feykismönnum á félagssvæði þeirra í Ásbyrgi og með Þjálfa á félagssvæði þeirra á Einarsstöðum.  
Félagsbúningurinn er svartur jakki, hvitar buxur, hvít skyrta og grænt bindi. 

Aðalhesthúsahverfi félagsins eru í Traðagerði sem stendur norðan Húsavíkurbæjar og í Saltvík sunnan við bæinn.  Á næstu misserum stendur til að hestamenn flytji sig að mestu úr Traðargerði í Saltvík þar sem framtíðaruppbygging mun verða. 

Þann 15. apríl 2012 var reiðhöll Grana og Þjálfa formlega tekin í notkun.