miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Granamótaröðin fjórgangur - skráning

15. febrúar 2011 kl. 11:14

Granamótaröðin fjórgangur - skráning

Hestamannafélagið Grani LBHÍ stendur fyrir annarri keppni í Granamótaröðinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18:30 á Mið-Fossum í Borgarfirði en þá verður keppt í fjórgangi.

Skipt verður keppendum í þrjá flokka; 1. flokk fyrir meira keppnisvana knapa, 2. flokk fyrir minna keppnisvana knapa og flokk keppenda 17 ára og yngri

Skráning skal berast á grani@lbhi.is að keppa fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, aldur litur, ætterni og hönd. Skráningargjald er 1000 krónur. Frítt er inn fyrir áhorfendur og sjoppa á staðnum.