föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grænt ljós fyrir góða reiðmennsku

11. mars 2011 kl. 10:28

Grænt ljós

Dómarar á meginlandinu beita sér

Dómarar á meginlandinu vinna markvisst að því að hafa áhrif á reiðmennsku knapa á íslenskum hestum. Þeir hafa meðal annars sent inn margar athugasemdir og tillögur til Sportnefndar FEIF um beislabúnað og margt fleira. Áróður þeirra er farinn að hafa áhrif.

Á Ísmeistaramótinu sem fram fer á skautaleikvanginum í Haarlem í Hollandi þann 19. mars verður bryddað upp á ýmsri nýbreytni í þeim tilgangi að verðlauna og vekja athygli á vel útfærðum sýningum og góðri reiðmennsku. Gerðar verða auknar kröfur varðandi úrfærslu sýninga og þannig skal bæði brokk og tölt sýnt með hraðabreytingum á vel afmörkuðum svæðum gegnt áhorfendum. Þá verður grænu blikkljósi komið fyrir hjá hverjum dómara  og getur dómarinn kveikt á ljósinu ef honum finnst ástæða til að vekja athygli á góðri reiðmennsku knapans um leið og parið fer eftir brautinni. Ef þrír eða fleiri dómarar láta græna ljósið blikka samtímis er viðkomandi knapi sjálfkrafa tilnefndur til sérstakra reiðmennskuverðlauna. Á ísmótinu í Haarlem mæta yfir 100 knapar til leiks frá átta Evrópulöndum.