sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður stuðningur frá hestamannafélaginu

3. júlí 2014 kl. 16:00

Hafþór Hreiðar með reiðkennurum sínum Erlu Guðný og Ragnheiði.

Hafþór Hreiðar komst í A-úrslit.

Hafþór Hreiðar Birgisson lætur ekki mikið yfir sér en er glettinn strákur úr hestamannafélaginu Spretti. Hann var að ljúka keppni í milliriðlum í unglingaflokki. ,,Sýningin gekk vel og ég sáttur með hana. Fékk flotta tölu, 8,53,” segir Hafþór sem tryggði sér öruggt úrslitasæti. Merin hans Ljóska frá Syðsta-Ósi hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan hún var tveggja vetra gömul eða í 6 ár. ,,Þetta er frábær meri, alveg frábær,” segir Hafþór sem nýtur góðs stuðnings frá hestamannafélaginu sínu.

,,Það er mjög vel hugsað um okkur krakkana í Spretti. Fullt af námskeiðum og endalaust val. Reiðkennararnir eru líka æðislegir, Ragga, Erla og Jonni vilja allt fyrir okkur gera og eru frábær,” segir hann. 

Systir Hafþórs, Særós Ásta, er einnig að keppa á landsmótinu en viðtal við þau má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa.