laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður félagsskapur

2. janúar 2017 kl. 16:00

Töltgrúbban

Töltgrúbban slær í gegn.

Ragnheiður Samúelsdóttir á heiðurinn af hópnum Töltgrúppan sem sló í gegn á sýningum á síðasta ári. Um er að ræða 58 konur sem koma saman til að skemmta sér og læra eitthvað nýtt í leiðinni. 

,,Þetta hófst allt veturinn 2015 sem undirbúningsnámskeið fyrir Kvennatölt Spretts. Þá var ég með 4–6 konur saman í reiðtíma hjá mér og í heildina voru þetta um 40 konur sem sóttu þetta námskeið. Í framhaldinu datt mér í hug að halda áfram með þessar konur sem einn hóp í stóru höllinni. Það tókst vel og mjög góð stemmning skapaðist í þessum hópi,“ segir Ragga þegar hún talar um upphafið að þessu ævintýri. ,,Í framhaldi af þessu námskeiði fór ég að hugsa um hvort ég gæti ekki farið enn lengra með hugmyndina og búið til heilsteypt námskeið sem spannar fleiri vikur yfir vetrartímann. Hugmyndin hjá mér var að setja saman verkefni sem myndi kenna konunum að nota reiðhöllina sem æfingasvæði, þekkja helstu reiðleiðir og umferðarreglur innan hallarinnar ásamt því að kynnast hver annarri betur og hestinum sínum á öðrum forsendum en áður og hefði svo einhvern sérstakan endapunkt.

Lestu viðtalið við Ragnheiði í heild sinni í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með tölvupósti eidfaxi@eidfaxi.is. Einnig er hægt að kaupa blaðið í helstu hestavöruverslunum landsins.