laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður dagur á Ístölt Austurland-

28. febrúar 2010 kl. 18:13

Góður dagur á Ístölt Austurland-

Ístölt Austurland 2010 fór fram á Móavatni við Tjarnarland í brakandi blíðu í dag.

Í A-flokki var það Baldvin Ari Guðlaugsson á Sindra frá Vallanesi sem bar sigur úr býtum og hampaði Skeiðdrekanum. Eftir forkeppni var Þorbjörn Hreinn Matthíasson efstur á Tý frá Litla-Dal. Þá var Baldvin Ari áttundi og síðastur inn í úrslit eftir hálf misheppnaða skeiðsýningu.

B-flokkinn sigraði Hans Kjerúlf á Hraða frá Úlfsstöðum. Eftir forkeppni var Þorbjörn Hreinn Matthíasson í 1. sæti á Úða frá Húsavík. Baldvin Ari á Logari frá Möðrufelli og Hans á Hraða saumuðu hins vegar að honum í úrslitum. Fór það svo að eftir úrslitin voru þeir þremenningar efstir og jafnir með sömu einkunn. Dómarar voru látnir sætaraða við svo búið.

Tölt, opinn flokk, sigraði Hans Kjerúlf einnig. Þar tefldi hann fram Sigur frá Hólabaki. Þorbjörn Hreinn veitti honum nokkra keppni á Tý frá Litla-Dal, sex vetra syni Þokka frá Kýrholti. Þar með hampaði Hans Kjerúlf Ormsbikarnum í fyrsta sinn eftir að hafa orðið í öðru sæti að staðaldri undanfarin ár í þessari keppnisgrein – á þessu móti.

Það var Baldvin Ari sem lauk góðum degi með sigri í 100 metra fljúgandi skeiði á Prins frá Efri-Rauðalæk, eftir harða baráttu við þá Höskuld Jónsson og Pálma Guðmundsson.

Mótanefnd vill þakka keppendum, áhorfendum og styrktaraðilum fyrir þáttökuna.

Úrslit urðu sem hér segir:

A flokkur      
A úrslit    

   
1     Baldvin Ari Guðlaugsson   / Sindri frá Vallanesi  8,49  
2     Þorbjörn Hreinn Matthíasson   / Týr frá Litla-Dal  8,39  
3     Höskuldur Jónsson   / Sámur frá Sámsstöðum  8,33  
4     Stefán Sveinsson   / Þokki frá Útnyrðingsstöðum  8,20  
5     Björgvin Daði Sverrisson   / Stapi frá Búlandi  8,18  
6     Pálmi Guðmundsson   / Grunur frá Hafsteinsstöðum  8,18  
7     Ragnar Magnússon   / Geisli frá Bakkagerði  7,93  
8     Guðröður Ágústson   / Ábóti frá Síðu  7,84 

B flokkur      
A úrslit             
       

1     Hans Kjerúlf   / Hraði frá Úlfsstöðum  8,47  
2     Baldvin Ari Guðlaugsson   / Logar frá Möðrufelli  8,47  
3     Þorbjörn Hreinn Matthíasson   / Úði frá Húsavík  8,47  
4     Guðmundur Karl Tryggvason   / Sóldís frá Akureyri  8,43  
5     Hallfreður Elísson   / Glói frá Stóra Sandfelli  8,29  
6     Pétur Vopni Sigurðsson   / Hildigunnur frá Kollaleiru  8,23  
7     Höskuldur Jónsson   / Þytur frá Sámsstöðum  8,16  
8  Guðlaugur Arason   / Krækja frá Efri-Rauðalæk  7,63  

 

Töltkeppni      
A úrslit Meistaraflokkur 
     
        
1     Hans Kjerúlf   / Sigur frá Hólabaki  7,17  
2     Þorbjörn Hreinn Matthíasson   / Týr frá Litla-Dal  7,00  
3     Guðmundur Karl Tryggvason   / Sóldís frá Akureyri  6,50  
4     Baldvin Ari Guðlaugsson   / Logar frá Möðrufelli  6,50  
5     Hallfreður Elísson   / Glymur frá Stóra-Sandfelli  6,17  
6     Pétur Vopni Sigurðsson   / Dreyri frá Hóli  6,17  
7     Ármann Örn Magnússon   / Blær frá Egilsstaðabæ  5,67  
8     Ragnar Magnússon   / Glamor frá Bakkagerði  5,33  


Töltkeppni      
A úrslit Unglingaflokkur 

      
    
1     Ágústa Baldvinsdóttir   / Röst frá Efri-Rauðalæk  6,50  
2     Glódís Sigmundsdóttir   / Gjóska frá Grund 2  5,83  
3     Guðlaugur Jónsson   / Akkur frá Hellulandi  5,67  
4     Bjarney Jóna Unnsteinsd.   / Hringur frá Skjólbrekku  5,67  
5     Hrönn Hilmarsdóttir   / Vífill frá Íbishóli  5,50  
6     Þuríður Sigurðardóttir   / Flóki frá Kollaleiru  5,17  

Töltkeppni      
A úrslit áhugamannaflokkur

      
1     Steinar Gunnarsson   / Svala frá Syðstu-Grund  6,33  
2     Sigurður J Sveinbjörnsson   / Ófeigur frá Ey II  5,83  
3     Þórir Óskar Guðmundsson   / Þjóðhátíð frá Hofi  5,67  
4     Gunnar Kjartansson   / Leynir frá Fremri-Hálsi  5,33  
5     Erla Guðbjörg Leifsdóttir   / Strákur frá Neðri-Skálateigi  5,33 

Skeið 100m fljúgandi

1   Baldvin Ari/Prins frá Efri Rauðalæk   7,66 sek
2   Höskuldur Jónsson/Sámur frá Sámsstöðum  7,98 sek
3   Pálmi Guðmundsson/Grunur frá Hafsteinsstöðum 8,44 sek