þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góðu veðri spáð á Svínavatni

25. febrúar 2015 kl. 16:21

Frá Ís-landsmótinu á Svínavatni.

Framlengdur skráningarfrestur á Ís-landsmótið.

Ís-landsmótið á Svínavatni fer fram næstkomandi laugardag, 28. febrúar. Mótshaldarar hafa ákveðið að framlengja skráningafrestinum til miðnættis í kvöld.

"Eins og er, er gert ráð fyrir hagstæðu veðri á laugardag, hægviðri, úrkomulausu og frosti. Ef af einhverjum ástæðum verður að aflýsa mótinu verða skráningagjöld endurgreidd," segir í frétt á vefsíðu mótsins.

Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com. .This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it   Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt. Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu.

Greiðist inn á reikning 0307-13-110240 Kt: 480269-7139 og setja sem skýringu fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

 

 

.