miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Goðsagnaverur

13. desember 2013 kl. 10:00

Þegar Evrópumenn tóku, í lok miðalda, að sigla um hnöttinn og kanna ókunn lönd sögðu þeir, þegar heim var komið, frá ýmsum kynjaskepnum eins og einhyrningum sem þeir kváðust hafa séð í ferðum sínum

Einhyrningar og kentárar

Í Jólablaði Eiðfaxa má nálgast athyglisverða grein um goðsagnaverurnar einhyrninga og kentára sem skrifuð er af Ásu Hlín Benediktsdóttur. 

Uppruni  einhyrningstrúar hefur stundum verið rakin til sagna af kentárum eða mannhestum.  Kentárinn var í upphafi grísk ófreskja og voru eldri hugmyndir um þá frekar tengdar hinum villtu reiðmönnum Þessalíu. (Þangað sækir höfundur sögubálksins Krúnuleikar (Game of Thrones) einmitt innblásturinn að Dothrökunum illvígu.) Upphaflega var ófreskjum þessum lýst sem manni frá toppi til táar með búk og afturfætur hests í stað þjóhnappa.

Jólablað Eiðfaxa er stútfullt af áhugaverðu efni fyrir hestamanninn. Blaðið er á leið til áskrifenda en hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.