þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góð sýnikennsla í Harðarhöllinni

8. janúar 2011 kl. 00:13

Góð sýnikennsla í Harðarhöllinni

Guðmar Þór Pétursson hélt sýnikennslu í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ föstudagskvöldið 08.jan. Sýningin var vel sótt, nánast húsfyllir...

Vel fer um gesti í hinu glæsilega húsi og er salurinn rúmgóður. Hljómburður hefði mátt vera betri en illa heyrðist í kennaranum til þeirra sem sátu næst endunum.
Kennslan var góð og byggðist mikið á grunnvinnu, hvernig hesturinn er gerður mjúkur, slakur og einbeittur. Guðmar notaði tvö hross og á fyrra hrossinu sýndi hann hvernig knapinn gerir hestinn léttan og mjúkan og lagði hann áherslu á gegnumflæði ábendinga og hvernig maður losnar við neikvæða svörun við til dæmis taumábendingum.
Á seinni hestinum sneri hann sér að meiri töltþjálfun, og hvernig söfnun næst fram á tölti.
Kennslan féll fólki í geð, Guðmar Þór er einkar geðugur og góður kennari og greinilega þjálfaður í svona kennslu enda er hann mjög virkur kennari í Bandaríkjunum þar sem hann rekur hestamiðstöð.