þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góð stemmning fyrir kvöldinu

odinn@eidfaxi.is
22. apríl 2017 kl. 08:52

Forkur frá Breiðabólsstað og Flosi Ólafsson.

Miðasala á Stórsýningu Fáks milli 14 og 16 í dag. Tryggðu þér miða, það stefnir í að seljast upp.

Miðasala á Stórsýningu Fáks verður á staðnum milli 14 og 16 í dag, en góð stemmning er fyrir kvöldinu og stefnir í að uppselt verði.

Meðal þess sem í borði verður er:

Konsert frá Hofi og Jakob S Sigurðsson mæta á Stórsýningu Fáks næstkomandi laugardagskvöld. Konsert setti heimsmet í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmótinu 2014 á Hellu er hann hlaut 8,72 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,48 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 8,88 fyrir hæfileika. Foreldrar hans eru Ómur frá Kvistum og Kantata frá Hofi.

Hrossaræktarbúið Hamarsey mætir jafnframt með sína fulltrúa. Inga og Hannes í Hamarsey ætla að tefla fram frábærum klárhryssum á sýningunni. Þar á meðal eru Sóldögg frá Hamarsey undan Frakki frá Langholti, Þoku frá Hamarsey undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum, Sóllilju frá Hamarsey undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum og Íslandsmeistara síðasta árs, súperklárhryssan Júlíu frá Hamarsey.