miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glymur hinn vindótti til Belgíu

31. mars 2011 kl. 10:30

Glymur frá Innri-Skeljabrekku, knapi Þórður Þorgeirsson.

Skilur eftir sig mörg afkvæmi

Glymur frá Innri-Skeljabrekku hefur verið seldur til Belgíu. Kaupandinn er Frans Goetschalckx á hrossabúinu Van´t Enclavehof. Seljandi er Glymsæði ehf.. Finnur Kristjánsson, einn af fyrrverandi eigendum Glyms, segir að salan hafi komið frekar snöggt upp á. Hesturinn hafi verið til sölu um nokkurt skeið og ýmsir borið í hann víurnarnar. Samningar hafi ekki tekist fyrr en nú.

Glymur á glæstan feril í kynbótadómum frá því hann kom fram fjögra vetra. Sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Hann stóð efstur í fjögra vetra flokki stóðhesta á FM05 á Kaldármelum með 8,33 í einkunn og fékk hæst 8,38 í forskoðun fyrir LM2006. Þar af 9,0 fyrir tölt og brokk og 8,5 fyrir skeið. Fljúgandi gæðingur. Liturinn er fagur og eftirsóttur, móvindóttur með ljóst fax og tagl. Veiki hlekkurinn er fótagerðin, alla vega hvað einkunn varðar, en hann er með 6,5 fyrir hana.

239 afkvæmi Glyms eru skráð í WorldFeng, en þau eru þó talsvert fleiri. Til dæmis fengu um 80 hryssur við hestinum 2009, en ekki nærri öll hafa verið skráð. Glymur gefur fjölbreytta liti og ríflfega helmingur afkvæmanna er vindóttur. Glymur er ekki undan frægum foreldrum, en uppistaðan í ættartréinu er Sveinsætt frá Sauðárkróki.