laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glundroði í liði dýralækna

26. maí 2010 kl. 13:23

Tíu læknar ? tíu svör

Svo virðist sem glundroði og ósamstaða sé í liði dýralækna sem meðhöndla hross við hestapestinni sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Ekki hefur enn tekist að greina hvaða veira veldur sjúkdómnum og mat dýralækna og ráðleggingar um meðferð og þjálfun eru jafnmargar og dýralæknarnir sem spurðir eru. Tveir dýralæknar eru nú með eigin rannsókn í gangi í samstarfi við dýralæknaháskóla í Þýskalandi.

Tíu dýralæknar tíu svör

„Spurðu tíu dýralækna og þú færð jafnmörg svör,“ svaraði einn dýralæknir á fundi með hrossabændum og tamningamönnum, sem haldinn var í fyrradag, þegar hann var spurður um þetta misræmi. Úr því svari mátti lesa að dýralæknar standi í raun ráðþrota frammi fyrir pestinni. Þegar rætt er við dýralækna kemur í ljós að skoðanir þeirra á hvað gera skuli eru misjafnar. Sumir telja að óhætt sé að halda áfram að þjálfa hross og sýna á meðan þau sýna ekki einkenni. Aðrir vilja skilyrðislaust setja bann á allar hestasamkomur á meðan ekki sé vitað um hvaða sjúkdóm sé að ræða og hver hugsanleg eftirköst verða.