þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gluggar og Gler deildin

2. apríl 2017 kl. 22:02

Skemmtilegu tímabili lokið í áhugamannadeildinni hér eru niðurstöður úr tölti og lokastaða deildarinnar

Áhugamannadeildin hefur slegið rækilega í gegn og myndast mjög skemmtileg stemming í kringum hana bæði á meðal áhorfenda og keppenda. Lokahófið fyrir keppendur og aðra aðstandendur mótsins fer svo fram á föstudaginn þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstaklingskeppnina ásamt fleiri verðlaunum.

Frábær stemming var í Samskipahöllinni og góð mæting var á pallana. Það var lið Hringdu Exporthesta sem hlaut liðaplattann í kvöld, en baráttan hefur verið hörð fram á síðasta mót bæði í liða- og einstaklingskeppninni.

Nú er síðasta mótinu í Gluggar og Gler deildinni lokið, að þessu sinni var keppt í Byko tölti. Þetta var síðasta mótið í fjögurra móta röð í Áhugamannadeild Spretts. Það var Jón Ó. Guðmundssin sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni en hann reið hestinum Roða frá Margrétarhofi. Fast á eftir honum varð Sprettarinn Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á hestinum Barða frá Laugarbökkum og þriðju voru Sigurður Halldórsson og Sævar frá Ytri-Skógum.

Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Gluggar og Gler deildin – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru liðin, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að Áhugamannadeildin hefur fest sig í sessi meðal hestamanna.

Í ár voru tveir knapar jafnir að stigum í 2-3 sæti í stigakeppninni en það voru þau Sigurbjörn Viktorsson og Saga Steinþórsdóttir. Þar sem knapar voru jafnir þá var farið í að skoða árangur þeirra á mótum vetrarins. Báðir knapar sigruðu hvort sitt mótið en Sigurbjörn lenti í 4 sæti í fjórgangi og Saga lenti í 5 sæti í tölti. Þessi munur er því ástæða þessa að Sigurbjörn hlýtur 2 sæti en Saga 3 sæti í einstaklingskeppninni.

Sprettarar þakka öllum sem gerðu þessa mótaröð að veruleika, starfsmönnum, styrktaraðilum, knöpum, liðseigendum og þjálfurum, fyrir frábæran vetur. Sérstakar þakkir fá svo RÚV, Hulda Geirsdóttir og Óskar Nikulásson fyrir samstarfið og frábæra þætti – Á Spretti - sem sýndir hafa verið á RÚV í vetur.

Á lokahátíðinni voru eftirfarandi knapar og lið verðlaunuð – allir leystir út með verðlaunagripum hönnuðum af Sign og veglegum verðlaunum frá styrktaraðilum. Til að sjá myndir frá lokahófinu má skoða Instagram #ahugamannadeildin2017.

Undirbúningur er hafinn fyrir næstu mótaröð 2018 en þrjú stigalægstu liðin falla skv. reglum deildarinnar. Það eru liðin Snaps/ OptimarKapp, Poulsen og Einhamar Seafood/Ísfell. Val á nýjum liðum verður með sama móti og fyrir mótaröðina í ár. Óskað verður eftir umsóknum og dregið verður úr liðum síðsumars. Umsóknarferillinn verður auglýstur síðar.

Stigahæsta knapinn 2017

1 sæti - með 25 stig : Jón Ó. Guðmundsson

Verðlaun:
Farandgripur - gefandi Deloitte
Eignargripur – glerskjöldur gefandi Sprettur
Wow air gaf flugmiða fyrir 2 til Evrópu
Hrafn frá Cintamani
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt
Pískur frá Ástund

2 sæti – með 19 stig : Sigurbjörn Viktorsson

Verðlaun:
Eignargripur – glerskjöldur gefandi Sprettur
Silja frá Cintamani
Pískur frá Ástund
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

3 sæti – með 19 stig : Saga Steinþórsdóttir

Verðlaun:
Eignargripur – glerskjöldur gefandi Sprettur
Silja frá Cintamani
Pískur frá Ástund
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

Stigahæsta lið 2017 var lið Hringdu/Export hestar
Játvarður Jökull Ingvarsson
Viðar Pálmason
Þorvarður Friðbjörnsson
Gylfi Freyr Albertsson
Jón Ó Guðmundsson
Þjálfari : Reynir Örn Pálmarsson

Verðlaun:
Farandgripur - gefandi Lífland
Eignargripur – glerskjöldur gefandi Sprettur
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

Lið Bláa Lónið var valið best klædda liðið 2017
Jón Gísli Þorkelsson
Þorvaldur Gíslason
Sigurjón Gylfason
Sigrún Sæmundsen
Ásgeir Margeirsson
Þjálfari: Atli Guðmundsson

Verðlaun:
Farandgripur - gefandi Kænan
Eignargripur – glerskjöldur gefandi Sprettur
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

Þjálfari ársins 2017 – valið af áhorfendum og starfsmönnum
Hulda Gústafsdóttir

Verðlaun:
Farandgripur – gefandi ALP Rétting
Eignargripur – Glerskjöldur gefandi Spretur
Hrafn frá Cintamani
Pískur frá Ástund
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

Skemmtilegasta liðið 2017 er lið Toyota Selfossi
Rúnar Bragason
Sigurður Straumfjörð Pálsson
Ragnhildur Loftsdóttir
Þórunn Eggertsdóttir
Sigurður Sigurðsson
Þjálfari: Viðar Ingólfsson
Þjálfari: Haukur Baldvinsson
Þjálfari: Karl Áki Sigurðsson
Verðlaun:
Farandgripur - gefandi Penninn Eymundsson
Eignargripur – glerskjöldur gefandi Sprettur
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

Vinsælasti keppandinn
Aníta Lára Ólafsdóttir

Verðlaun:
Farandgripur gefinn af Litlu málningarstofunni ehf
Eigargripur glerskjöldur – gefandi Sprettur
Hrafn frá Cintamani
Pískur frá Ástund
Reebok fitness gaf 3ja mánaða kort í líkamsrækt

Félag tamningamanna veitti reiðmennskuverðlaun og hlaut Jón Ó. Guðmundsson þau verðlaun.

Lokastaðan í liða- og einstaklingskeppninni eftir mótaröðina varð eftirfarandi:

Liðakeppnin:
Stigin í heildarmótaröðinni:

Lið Stig Sæti
Hringdu/Exporthestar 445 1
Vagnar & þjónusta 443 2
Kæling 429 3
Mustad 407 4
Barki 370 5
Garðatorg & ALP/GÁK 357 6
Heimahagi 341 7
Toyota Selfossi 315 8
Bláa Lónið 266 9
Austurkot - Geirland 258 10
Team Kaldi Bar 257 11
Ölvisholt Brugghús 251 12
Einhamar Seafood/Ísfell 189 13
Poulsen 184 14
Snaps/OptimarKapp 155 15

Einstaklingskeppni:
Stigin í heildarmótaröðinni:

Jón Ó Guðmundsson 25
Sigurbjörn Viktorsson 19
Saga Steinþórsdóttir 19
Birgitta Dröfn Kristinsdóttir 16
Katrín Sigurðardóttir 14
Jón Steinar Konráðsson 13
Sigurður Sigurðsson 12
Sigurður Straumfjörð Pálsson 11
Játvarður Jökull Ingvarsson 11
Edda Hrund Hinriksdóttir 11
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir 10
Glódís Helgadóttir 10
Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg 10
Herdís Rútsdóttir 10
Símon Orri Sævarsson 10
Sigurður Halldórsson 9
Jóhann Ólafsson 8
Aníta Lára Ólafsdóttir 8
Viðar Þór Pálmason 8
Brynja Viðarsdóttir 7
Hrafnhildur Jónsdóttir 7
Vilborg Smáradóttir 7
Gunnar Tryggvason 6
Sigurjón Gylfason 5
Þórunn Eggertsdóttir 5
Hannes Brynjar Sigurgeirsson 5
Sveinbjörn Bragason 5
Viggó Sigursteinsson 5
Gunnhildur Sveinbjarnardóttir 4
Rósa Valdimarsdóttir 3
Guðmundur Jónsson 3
Jón Gísli Þorkelsson 2
Árni Sigfús Birgisson 2
Þorvaldur Gíslason 2
Rúnar Bragason 1