þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gluggar og Gler deildin

13. febrúar 2017 kl. 13:01

Sunna Sigríður

Áhugamannadeild Spretts hefst á fimmtudagskvöldið með keppni í fjórgangi

Spennan eykst og nú eru einungis örfáir dagar þangað til eitt stærsta mót landsins innanhúss hefst í Sprettshöllinni. Gluggar og Gler deildin – Áhugamannadeild Spretts hefst fimmtudaginn 16 febrúar kl. 19:00 með opnunarhátið þar sem liðin verða kynnt.  Keppni í fjórgangi hefst kl. 19:30.
Frítt er inn fyrir áhorfendur meðan húsrúm leyfir.

Ljóst er að keppnin verður mjög spennandi í ár en alls eru 45 knapar skráðir til leiks og spennan því mikil. Liðin hafa lagt mikið í undirbúning undanfarnar vikur, þjálfarar skólað liðin til og má segja að allt sé við suðupunkt hvað keppnisskap og spennu varðar.

Húsið opnar kl. 17:30 og einvala lið Sprettara mun sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði. Í boði verðir glæsilegar veitingar af hlaðborði á frábæru verði. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.Ráslistar verða svo birtir á miðvikudaginn 15. Febrúar. Í fyrra sigraði fjórganginn hún Sunna Sigríður Guðmundsdóttir á Fífill frá Feti, í öðru sæti var Birta Ólafsdóttir á Hemru frá Flagveltu og í þriðja sæti var Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á Hlýra frá Hveragerði.   Það verður spennandi að sjá hvort þessi pör verði með aftur í ár. Sjáumst í Sprettshöllinni á fimmtudaginn