þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gluggar og Gler deildin hefst eftir tvo daga

3. febrúar 2015 kl. 14:37

Glugga og Gler deildin - Áhugamannadeild Spretts.

42 knapar skráðir til leiks.

Spennan eykst og nú eru einungis 2 dagar þangað til eitt stærsta mót innanhúss hefst í Sprettshöllinni. Gluggar og Gler deildin - Áhugamannadeild Spretts hefst fimmtudaginn 5 febrúar kl. 18:00 með undirskrift styrktarsamnings við aðalstyrktaraðila mótsins Glugga og Gler.

Opnunarhátðin hefst klukkan 18:20 þar sem liðin verða kynnt. Keppni í fjórgangi hefst klukkan 19:00. Frítt er inn fyrir áhorfendur meðan húsrúm leyfir.

Ljóst er að keppnin verður mjög spennandi en alls eru 42 knapar skráðir  til leiks og spennan því mikil. Liðin hafa lagt mikið í undirbúning undanfarnar vikur, þjálfarar skólað liðin til og má segja að allt sé við suðupunkt hvað keppnisskap og spennu varðar.

Húsið opnar kl. 17:00 og einvala lið Sprettara mun sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði. Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.

Glugga og Gler deildin - Áhugamannadeild Spretts er tímamóta viðburður fyrir hestamenn sem loksins er orðinn að veruleika.

Ráslistar verða birtir á morgun miðvikudag.