sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glódís Rún og Kamban halda forystu sinni í barnaflokki

28. júní 2011 kl. 18:24

Glódís Rún og Kamban halda forystu sinni í barnaflokki

Milliriðill í barnaflokki var nú að ljúka og heldur Glódís Rún Sigurðardóttir úr hestamannafélaginu Ljúf forystu sinni á hestinum Kamban frá Húsavík. Þórdís Inga Pálsdóttir skaut sér upp í annað sæti á hinum gráa Kjarval frá Blönduósi og Birta Ingadóttir tryggði sér sæti í A-úrslitum á Frey frá Langholti.

Það gerðu einnig Viktor Aron Adolfsson á  Leik frá Miðhjáleigu, Guðmar Freyr Magnússun á Frama frá Íbishóli,  Gyða Helgadóttir á Hermanni frá Kúskerpi og  Eva Dögg Pálsdóttir á Heimi frá Sigmundarstöðum. Börnin sem höfnuðu í sætum 8-15 geta hins vegar tryggt sér sæti í A-úrslitum með því að sigra B-úrslit sem fara fram á föstudaginn kl. 14.

Hestakostur barnanna var ættstór og glæsilegur og var gaman að sjá hvernig krakkarnir útfærðu sýningar sínar af fágun og eldmóð.
 
Meðfylgjandi eru úrslit úr milliriðlinum.
 
 
1   Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 8,73
2   Þórdís Inga Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,59
3   Birta Ingadóttir / Freyr frá Langholti II 8,58
4   Viktor Aron Adolfsson / Leikur frá Miðhjáleigu 8,48
5   Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 8,34
6   Gyða Helgadóttir / Hermann frá Kúskerpi 8,31
7   Eva Dögg Pálsdóttir / Heimir frá Sigmundarstöðum 8,26
8   Rúna Tómasdóttir / Brimill frá Þúfu 8,23
9   Sylvía Sól Guðmunsdóttir / Skorri frá Skriðulandi 8,22
10   Þorri Mar Þórisson / Ósk frá Hauganesi 8,22
11   Katla Sif Snorradóttir / Rommel frá Hrafnsstöðum 8,21
12   Karitas Ármann / Bríet frá Friðheimum 8,21
13   Ingunn Ingólfsdóttir / Hágangur frá Narfastöðum 8,21
14   Matthías Már Stefánsson / Hvinur frá Hamrahóli 8,21
15   Dagbjört Skúladóttir / Tígull frá Runnum 8,19
16   Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Hrönn frá Árbakka 8,17
17   Katrín Eva Grétarsdóttir / Gnýr frá Árbæ 8,16
18   Kristín Hermannsdóttir / Fursti frá Efri-Þverá 8,12
19   Bríet Guðmundsdóttir / Dagbjartur frá Flagbjarnarholti 7,99
20   Ómar Högni Guðmarsson / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 7,99
21   Harpa Sigríður Bjarnadóttir / Gustur frá Margrétarhofi 7,98
22   Elísa Benedikta Andrésdóttir / Flötur frá Votmúla 1 7,96
23   Stefán Hólm Guðnason / Rauðka frá Tóftum 7,84
24   Þorgils Kári Sigurðsson / Sýnir frá Hallgeirseyjarhjáleigu 7,83
25   Aron Freyr Sigurðsson / Svaðilfari frá Báreksstöðum 7,80
26   Anton Hugi Kjartansson / Sprengja frá Breiðabólsstað 7,53
27   Margrét Hauksdóttir / Kappi frá Brimilsvöllum 7,42
28   Selma María Jónsdóttir / Sproti frá Mörk 7,40
29   Logi Örn Axel Ingvarsson / Dama frá Stakkhamri 2 7,28
30   Heiða Rún Sigurjónsdóttir / Töfri frá Þúfu 0,00