fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glódís fjórfaldur Íslandsmeistari

29. júlí 2012 kl. 14:50

Glódís fjórfaldur Íslandsmeistari

Glódís Rún tryggði sér rétt í þessu sinn fjórða Íslandsmeistaratitil en hún sigraði fimi barna, fjórgang barna, tölt barna og var samanlagður sigurvegari í barnaflokki. Glódís var á hestinum Kamban frá Húsavík í öllum þessum greinum og er þetta alveg frábær árangur hjá henni.

Það var ótrúlegt að horfa á þessi úrslit og hugsa til þess að þetta voru einungis börn. Frábærlega vel riði hjá þeim og prúðmennskan í fyrirrúmi.

Niðurstöður úr a úrslitunum:

1. Glódís Rún Sigurðardóttir Kamban frá Húsavík 7,22

Hægt tölt: 6,0 6,5 6,5 6,5 6,5
Hraðabreytingar: 6,5 6,5 6,5 7,0 7,0
Greitt tölt: 8,0 8,5 9,0 + 8,5 8,5

2. Ásta Margrét Jónsdóttir Ófeig frá Holtsmúla 6,78

Hægt tölt: 7,0 7,0 7,0 6,5 6,5
Hraðabreytingar: 7,0 7,0 6,5 6,5 7,0
Greitt tölt: 6,5 7,0 7,0 6,5 6,5

3. Magnús Þór Guðmundsson Drífandi frá Búðardal 6,61

Hægt tölt: 6,5 6,0 6,0 6,0 6,5
Hraðabreytingar: 6,5 6,5 6,5 6,5 6,0
Greitt tölt: 7,0 7,0 7,5 7,5 7,0

4. Rúna Tómasdóttir Brimill frá Þúfu í Landeyjum 6,56

Hægt tölt: 6,5 7,0 6,5 6,5 7,0
Hraðabreytingar: 6,5 6,5 7,0 7,0 7,0
Greitt tölt: 6,5 6,0 5,0 7,0 6,0

5. Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Fremri-Hvestu 6,17

Hægt tölt: 6,0 6,0 6,5 6,0 6,0
Hraðabreytingar: 6,0 6,0 6,0 6,5 6,0
Greitt tölt: 6,5 6,5 6,5 6,5 6,0

6. Katla Sif Snorradóttir Gustur frá Stykkishólmi 5,94

Hægt tölt: 6,5 6,5 6,5 6,0 6,5
Hraðabreytingar: 5,5 6,0 5,0 5,5 5,0
Greitt tölt: 5,5 6,0 6,0 6,0 6,0