miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glódís efst

30. júní 2016 kl. 16:09

Eygló Hildur og Glaður voru glöð með árangurinn

Smá byrjunarörðugleikar í b úrslitum í barnaflokki.

Það gekk mikið á í barnaflokkinum en rétt áður en b úrslitin hófust fór undan skeifa hjá einum keppandanum og þurfti að snara undir nýja. Það tókst þó og náðu þau að komast inn á völlin í tæka tíð. Úrslitin voru mjög flott og stóðu krakkarnir sig svakalega vel. Talnalestur gekk ekki vel en vegna tæknilegra örðugleika þurfti að lesa upp sumar tölur tvisvar sinnum. Það fór þó svo að Eygló Hildur Ásgeirsdóttir og Glaður stóðu efst með 8,70 í einkunn. Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr b úrslitunum.

B úrslit - Barnaflokkur - Niðurstöður 

8. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Glaður 8,70
9. Helga Stefánsdóttir / Hákon 8,67
10. Jón Ársæll Bergmann / Náttfari 8,64
11. Haukur Ingi Hauksson / Lóa 8,60
12. Þorleifur Einar Leifsson / Hekla 8,59
13. Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar 8,57
14. Katrín Diljá Vignisdóttir / Klængur 8,55
15. Unnsteinn Reynisson / Finnur 8,53
15. Sindri Snær Stefánsson / Tónn 8,53