miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glóðafeykir mætti inn í stofu

25. desember 2014 kl. 16:47

Einar Öder og Glóðafeykir áttu gleðileg jól. Mynd: Dagmar Öder Einarsdóttir

Góðir félagar halda jólin saman.

Einari Öder Magnússyni brá heldur betur í brún þegar uppáhalds hestur hans Glóðafeykir frá Halakoti mætti inn í stofu á aðfangadagskvöld. Einar hefur verið að glíma við blöðruhálskirtilskrabbamein og hefur einstakt samband myndast á milli þeirra Glóðafeykis og Einars í veikindunum. 

Glóðafeykir og Einar slógu í gegn á Landsmótinu í Reykjavík þegar þeir sigruðu B flokk gæðinga. Ógleymanleg sýning og er óhætt að segja að samband þeirra félaga hafi snert margan hestamanninn. Í samtali við Vísi sagði dóttir Einars, Hildur Öder, að þetta hafi komið Einari algjörlega í opna skjöldu „Þetta gekk rosalega vel, Glóðafeykir var stilltur og góður og þeir pabbi áttu frábæra stund saman, þetta kom  honum í gjörsamlega opna skjöldu“, segir Hildur Öder.