miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gleymir sér í hestamennskunni

12. nóvember 2014 kl. 10:55

Guðlaug Jóhanna Schepler Carlsdóttir var í skýjunum eftir fjörugan rekstrarreiðtúr frá Tungurétt að Hringsholti. Hesturinn er Eldjárn frá Sandhólaferju.

Guðlaug byrjaði í hestamennsku á námskeiði fyrir konur.

Talið er að um 15.000 manns stundi hestamennsku á Íslandi. Fólk sækir í lífsstílinn á misjöfnum forsendum. Flestir þessara einstaklinga eru í hestamennsku sér til ánægju og yndisauka, leggja áherslu á almennar útreiðar og ferðalög. Eiðfaxi rakst á hestakonuna Guðlaugu Jóhönnu Scehpler Carlsdóttur í Tungurétt í Svarfaðardal á dögunum. Hún hafði komið þangað ríðandi með félögum sínum í hestamannafélaginu Hringi til að skemmta sér í réttunum og aðstoða við að reka trippi heim í Hringsholt að loknum réttarstörfum.

Vegferð Guðlaugar í hestamennskunni hófst fyrir ellefu árum þegar hestamannafélagið Hringur stóð fyrir námskeiði sem var sérstaklega ætlað konum. „Dóttir mín var í hestunum og var alltaf að biðja mig um að koma með. Kunningi minn auglýsti reiðnámskeið fyrir konur og við fórum. Eftir það fór ég stundum með honum í reiðtúr og fór svo á fleiri námskeið. Ég keypti mér svo loks hesta og nokkrum árum síðar keypti ég hesthús.“

Viðtal við Guðlaugu má nálgast í 10. Tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.