þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gleðskapur góður

12. febrúar 2012 kl. 19:18

Gleðskapur góður

Hrossaræktarfélag Hrunamanna minntist þess með málþingi og veglegri veislu á Flúðum laugardagskvöldið 11. febrúar að síðla í janúar ári 1912 komu 30 bændur saman og stofnuðu Hrossaræktarfélag. 

 
Afmælisins var minnst með málþingi á laugardaginn en það fluttu þeir dr. Ágúst Sigurðsson skólastjóri og Gunnar Arnarson hrossaræktandi í Auðsholtshjáleigu fróðleg erindi um stöðu íslenska hestsins fyrr og nú. Um margt voru þeir sammála í erindum sínum og svörum við fyrirspurnum sem beint voru til þeirra að framsöguerindum loknum. Lögðu þeir báðir áherslu á að íslendingar yrðu að vera leiðandi í ræktun íslenska hestsins. Meðal þess sem þeir voru sammála um að vara við þeirri hugmynd að dæma kynbótahross á hringvelli. Einnig að á landmótum yrði ekki mjög takmarkaður fjöldi hrossa sem kæmi á landsmót. Hverju hrossi fyrlgdi fólk, mótin ættu að vera fjölmenn.
 
Glæsileg matarveisla, sem Hótel Flúðir sá um, var haldin í Félagsheimilinu sem var einnig vel sótt. Þeir Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson önnuðust veislustjórn af mikilli prýði og nutu hins frábæra píanóleikara Helga Más Hannessonar. Mög ávörp voru flutt og félaginu færðir verðlauagripir að gjöf. Verðlaun voru færð til að veita efstu hryssu og stóðhesti í eigu félagsmana og nágrannar í Biskupstungum gáfu verðlaunagrip sem ræktunarbú ársins mun hljóta. Þetta var gleðskapur góður og vel heppnaður.