fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gleðin við völd í reiðhöllinni

16. mars 2015 kl. 16:00

Fjölmenni sótti sýninguna Æskan og hesturinn í gær - Myndir.

Sýningin Æskan og hesturinn fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal í gær. Þar komu fram fjölmargir ungir hestamenn, margir íklæddir litríkum búningum með listilega útfærð hópatriði. Eldri knapar, unglingar og ungmenni, sýndu svo flóknari æfingar á hestum m.a. á þrautabraut og afrekskrakkar komu prúðbúin fram með keppnisgæðinga.

Það leit þó ekki vel út á laugardeginum, en þegar óveðri morgunsins slotaði kom í ljós að um 150-200 fm. svæði af þakplötum reiðhallarinnar hafði fokið af. En veðrið hafði sem betur fer ekki áhrif á ásókn á stórsýninguna, því áhorfendabekkirnir voru þéttsetnir á báðum sýningunum, sem fóru fram kl. 13 og kl. 16. Sýningin var samstarfsverkefni hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu.

Ljósmyndari Eiðfaxa leit við á Æskuna og hestinn og tók nokkrar myndir af frábærum atriðum sýningarinnar.