mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gleðileikar Léttis á laugardag

30. mars 2011 kl. 09:54

Gleðileikar Léttis á laugardag

Gleðileikar Léttis verða haldnir laugardaginn 2. apríl í Top Reiter höllinni á Akureyri.

"Keppt verður í tölti. Keppni hefst kl 16.00 og verður keppt í karlaflokki, meira- og minnavanir, kvennaflokki meira- og minna.vanar, barnaflokki unglinga- og ungmennaflokki. Skráningargjald er 1500 kr. fyrir hvern hest sem greiðist á staðnum. Skráning á lettir@lettir.is fyrir föstudaginn 1. apríl," segir í tilkynningu frá reiðhallarnefnd Léttis.