föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gleðilegt sumar !

25. apríl 2013 kl. 11:10

Gleðilegt sumar !

Þá er komið sumar og tilvalið að skella sér á bak. Veturinn er búin að vera frábær hjá hestamönnum, margar reiðhallarsýningar yfirstaðnar, hver annarri glæsilegri. Mörg mótin hafa verið haldin í vetur og hefur hestakosturinn verið stórkostlegur. Við hestamenn eigum von á frábæru sumri með tveimur fjórðungsmótum, Íslandsmóti og Heimsmeistaramóti.

Margir hestamenn gera sér glaðan dag í tilefni af sumarkomunni en Sprettarar bjóða upp á hópreið að Hafravatni í góða veðrinu, Félagsmenn Sóta ætla skella sér í ratleik í tilefni dagsins, Harðarmenn nýta daginn í að hreinsa rusl og plast eftir veturinn, Dreyramenn fara í sína árlegu Langasandsreið, Félagsmenn í Stormi skella sér í búninga og keppa í grímutölti, Félagsmenn í Fáki, Sindra, Freyfaxa, Geysi og Hornfirðingi ætla taka klára sína til kostanna og skella sér á mót. Svo það er nóg um að vera hjá hestamönnum í dag og eins um helgina á norðurlandi og á suðurlandi.  En fyrir norðan verður Tekið til Kostanna haldið á Laugardaginn í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og Afmælissýning Neista verður haldin á sunnudaginn í reiðhöllinni í Arnargerði. Fyrir sunnan verður Stóðhestadagur Eiðfaxa haldin á Selfossi á Laugardaginn og síðar um kvöldið mun Ræktun 2013 fara fram í Ölfushöllinni.

Vorið er uppskerutími hestamanna og óskar Eiðfaxi ykkur gleðilegs sumars!