þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gleðifundur skagfirskra hestamanna
7. desember 2011 kl. 09:20

Gleðifundur skagfirskra hestamanna
Næstkomandi föstudagskvöld, 9. des. eru hestamenn boðaðaðir til gleðifundar í Tjarnarbæ við Sauðárkrók og hefst samkoman kl. 20:30. Í boði verða veitingar framreiddar af Bíbí og Auði. Afhent verða afreksverðlaun ársins til hrossaræktenda og knapa. Ræðumaður kvöldsins er Kristinn Hugason, fyrrv. hrossaræktarráðunautur BÍ.Tilnefningar til hestaíþróttamanns Skagafjarðar 2011:

  • Barnaflokkur: Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Guðmar Freyr Magnússon, Ingunn Ingólfsdóttir, Þórdís Inga Pálsdóttir.
  • Unglingaflokkur: Bryndís Baldursdóttir, Elín Magnea Björnsdóttir, Jón Helgi Sigurgeirsson
  • Ungmennaflokkur: Hallfríður Óladóttir, Sigurður Rúnar Pálsson
  • Fullorðinsflokkur: Elvar E.Einarsson, Magnús Bragi Magnússon, Þórarinn Eymundsson

Tilnefningar til kynbótaknapa Skagafjarðar ársins 2011: Bjarni Jónasson, Mette Mannseth, Þórarinn Eymundsson

Tilnefningar til hrossaræktarbús Skagafjarðar 2011: Flugumýri II, Hólaskóli, Prestsbær

Verið velkomin

Hestamannafélögin í Skagafirði og HSS