þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegur hestafloti á ræktun 2013

27. apríl 2013 kl. 15:27

Glæsilegur hestafloti á ræktun 2013

„Hestaflotinn á Ræktun 2013 er glæsilegur, nú þegar hafa margar stjórstjörnur verið kynntar til leiks, stóðhestar, hryssur, afkvæmahópar og ræktunarbú og enn bætist í hópinn. 

Stóðhestarnir Krapi frá Selfossi, Heimur frá Votmúla, Hljómur frá Eystra-Fróðholti, Gróði frá Naustum, Kórall frá Eystra-Fróðholti, og Gandálfur frá Selfossi mæta allir.  Og ekki má gleyma töltaranum fima Andra frá Vatnsleysu, einkunnasprengjunum Sjóð frá Kirkjubæ, Kiljan frá Steinnesi, Ágústínus frá Melaleiti og Hrímni frá Ósi. 

Stjörnurnar munu einnig skína skært hryssumegin, en þar mæta Staka frá Koltursey, Spes og Eik frá Vatnsleysu, Blíða frá Litlu-Tungu, Karmen frá Blesastöðum, Hamborg frá Feti og Stjarna frá Stóra-Hofi svo einhverjar séu nefndar. 

Einnig hafa afkvæmi Elju frá Þingeyrum bæst í hópinn. Úr nógu verður að moða fyrir áhugamenn um hrossarækt þetta kvöldið, auk þess sem kosningavaka verður á stórum skjá frammi og tilboð á barnum. 

Stefni í skemmtilegt kvöld í Ölfushöllinni á laugardaginn kemur. Forsala er í fullum gangi hjá Líflandi í Reykjavík, Top Reiter í Ögurhvarfi og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Miðaverð er kl. 2.500. Húsið opnar kl. 19, en sýningin hefst kl. 20.  Allir velkomnir!,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum