föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegt ísmót í Svíþjóð

19. desember 2014 kl. 14:00

Tölt on Ice

Landsþekktir knapar og kynning á íslenska hestinum.

Svíar ætla að halda glæsilegt ísmót í lok mars á næsta ári en þangað verður boðið 20 af bestu knöpum íslandshestaheimsins. Mótið verður haldið í Kungsbacka Icehall sem er á vesturströnd Svíþjóðar. Knapar sem munu taka þátt eru meðal annarra Jóhann Rúnar Skúlason, Julie Christiansen, Nils Christian Larsen, Vignir Jónasson og fleiri;

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn á heimasíðunni  www.toltonice.com

Viðburðurinn snýst ekki einungis um knapa og hesta á svellinu heldur verður íslenska hestinum gerð góð skil þar sem verður fjöldinn allur af  kynningar- og sölubásum verða í höllinnni og einblýnt er á íslenska hestinn og vörur og þjónustu tengdum honum.