laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegt Bleikt töltmót - úrslit og myndir

20. febrúar 2011 kl. 21:42

Glæsilegt Bleikt töltmót - úrslit og myndir

Bleika Töltmótið fór fram í dag í reiðhöllinni í Víðidal og var það vel heppnað í alla staði...

Mikil gleði ríkti meðal keppenda, keppnishaldara og áhorfenda sem nutu glæsilegra sýninga frá myndarlegum bleikklæddum konum. Á meðan sumar konur voru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni, öttu aðrar kappi við keppnisvanari kynsystur sínar. Allir keppendur áttu þó sameiginlegt að styrkja gott málefni, en öll skráningagjöld munu vera færð Krabbameinsfélagi Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Eyrún Guðmundsdóttir kom sá og sigraði flokk byrjenda á Frey frá Hvítárvöllum, Signe Bache og Sóllilja frá Hárlaugsstöðum fögnuðu sigri í flokki minna vanra keppniskvenna með öruggri sýningu, Sigrún Ásta Haraldsdóttir og Frakki frá Enni tóku meiri keppnisvanari konur í bakaríið með snyrtilegri og fágaðri sýningu.

Arna Ýr Guðnadóttir stakk bæði eldri og keppnisvanari konur af með glæsilegri sýningu á hestinum sínum Þrótti frá Fróni í Opnum flokki. Eiðfaxi náði tali af Örnu Ýr eftir keppnina. Hún er ný orðin 19 ára en Þrótt fékk hún fjögurra vetra gamlan og hefur sjálf séð um tamningu hans og þjálfun með hjálp föður síns. “Hann er 10 vetra gamall undan Andvara frá Ey og Góðu-Nótt frá Bakkakoti. Hann var svolítið erfiður fyrst, hann hefur alltaf verið hreyfingaglaður og átti það til að henda mér af. En svo fór þetta að ganga,” segir Arna, nokkuð hlédræg eftir sigurinn. Hún stefnir með Þrótt á Landsmót og leikur ekki nokkur vafi á því að hún muni blanda sér þar í toppbaráttu ungmennaflokksins.

Hér eru öll úrslit mótsins ásamt nokkrum myndum.

B- úrslit

Minna keppnisvanar

1. Halldóra Baldvinsdóttir og Hjálprekur frá Torfastöðum – 5,83
2. Aníta Lára Ólafsdóttir og Völur frá Árbæ – 5,44
3. Ingibjörg K Lybæk og Djarfur frá Reykjakoti – 5,28
4. Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Draumur frá Hjallanesi – 5,17
5. Johanna Schulz og Gormur frá Grjóti – 4,89

 

Meira keppnisvanar

1. Þóra Þrastardóttir og Brimill frá Þúfu – 6,17
2. Julia Lindmark og Prins frá Reykjavík – 6,17
3. Anna Kristín Kristinsdóttir og Ásdís frá Tjarnarlandi – 6,00
4. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Skálmar frá Hnjúkahlíð – 6,00
5. Sigríður Halla Stefánsdóttir og Smiður frá Hólum – 5,71

 

A-úrslit

Byrjendur

 1. Eyrún Guðmundsdóttir og Freyr frá Hvítárvöllum – 5,67
 2. Hrefna Hallgrímsdóttir og Penni frá Sólheimum – 4,75
 3. Ragna Björk Emilsdóttir og Okursteinn frá Kálfholti – 4,50
 4. Guðborg Kolbeins og Kveikur frá Kjarnholtum I – 4,08
 5. Jóhanna Bjarnadóttir og Ljúfur frá Sandhólaferju – 4,00
 6. Ilona Viehl og Léttfeti frá Eyrarbakka – 3,92

Minna kepnisvanar

 1. Signe Bache og Sóllilja frá Hárlaugsstöðum – 6,33
 2. Rakel Sigurðardóttir og Þrá frá Tungu – 6,28
 3. Ásgerður Svava Gissurardóttir og Surtur frá Þórunúpi – 6,17
 4. Sóley Halla Möller og Lyfting frá Vakurstöðum – 6,00
 5. Halldóra Baldvinsdóttir og Hjálprekur frá Torfastöðum – 5,94
 6. Sjöfn Sóley Kolbeins og Glaður frá Kjarnholtum I – 5,89

Meira keppnisvanar

 1. Sigrún Ásta Haraldsdóttir og Frakki frá Enni – 6,72
 2. Guðrún Valdimarsdóttir og Rauðinúpur frá Sauðárkróki – 6,50
 3. Íris Hrund Grettisdóttir og Drífandi frá Búðardal – 6,50
 4. Erla Katrín Jónsdóttir og Sólon frá Stóra-Hofi – 6,33
 5. Þóra Þrastardóttir og Brimill frá Þúfu – 6,11
 6. Julia Lindmark og Prins frá Reykjavík – 6,00
 7. Brynja Viðarsdóttir og Ketill frá Vakurstöðum – 5,94

Opinn flokkur

 1. Arna Ýr Guðnadóttir og Þróttur frá Fróni – 7,67
 2. Artemisia Bertus og Hrund frá Auðsholtshjáleigu – 7,00
 3. Rósa Valdimarsdóttir og Íkon frá Hákoti – 6,72
 4. Hrefna María Ómarsdóttir og Vaka frá Margrétarhofi – 6,67
 5. Berglind Ragnarsdóttir og Kelda frá Laugavöllum – 6,61
 6. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Smellur frá Leysingjastöðum – 6,50
 7. Sigríður Pjetursdóttir og Eldur frá Þóreyjarnúpi – 6,44
 8. Camilla Petra Sigurðardóttir og Goggur frá Skáney – 6,22