föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegir vinningar á Meistaramóti

5. febrúar 2015 kl. 12:15

Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudag.

Skráning á Meistaramót Fákasels og Ljúfs er í fullum gangi og stendur til miðnættis á fimmtudag.  Glæsilegir vinningar eru í boði á fyrsta móti, folatollur undir fjórgangs-sigurvegara Meistaradeildar, Hugleik frá Galtanesi fyrir opna flokkinn og reiðtími hjá Ólafi Ásgeirssyni fyrir yngri flokkinn - Einnig glæsileg verðlaun fyrir samanlagða sigurvegara í lok mótaraðar - Ertu búin/n að skrá þig?

Meistaramót Fákasels og Ljúfs verður haldið í Fákaseli næstkomandi sunnudag, 8. febrúar kl. 14.00.  Skráning stendur til miðnættis fimmtudaginn, 5. febrúar.  Keppt verður í tveimur flokkum, opnum flokki og yngri flokki (barna- og unglingaflokkur / 16 ára og yngri).

Tveir eru inná vellinum í einu og þrír dómarar dæma.

Fjórgangsmótið er styrkt af Baldvin og Þorvaldi sem gefa verðlaunin.

Valdimar Bergstað gefur folatoll undir Hugleik frá Galtanesi.

Ólafur Brynjar Ásgeirsson, sigurvegari Meistaradeildarinnar í fjórgangi gefur sigurvegara í Yngri flokki reiðtíma.

Við kunnum þessum aðilum bestu þakkir fyrir ásamt þeim Sigurlínu Kristinsdóttur og Astey Art en glæsileg málverk sem verða gefin í lok mótaraðarinnar verða til sýnis í Fákaseli meðan mótin standa yfir.

Mótið hefst kl. 14.00 og úrslit hefjast kl. 17.00

Skráningagjald er 4.000 krónur í opinn flokk og 2.500 krónur í yngri flokk (16 ára og yngri)

Keppt verður í fimm keppnisgreinum; fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2 og skeiði.  Mótin verða fjögur talsins á tveggja vikna millibili (8. febrúar, 22. febrúar, 8. mars og 22. mars)

Skráning fer fram inná Sportfeng og þurfa greiðslur vegna skráningar að berast fyrir hádegi (kl. 12) á föstudeginum 6. febrúar eigi skráning að vera gild.  Mikilvægt að senda kvittun á elka@simnet.is þegar greitt er.

Eins og áður segir hefst mótið kl. 14.00 á sunnudeginum og því kjörið fyrir fjölskylduna að koma saman og eiga góðan dag í Fákaseli.

Mótið er jafnframt vetrarmót Ljúfs og verða efstu félagsmenn Ljúfs verðlaunaðir sérstaklega á hverju móti í Opnum flokki og Yngri flokki, auk þess verða samanlagðir sigurvegar Ljúfs verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar í Barna, unglinga, ungmenna- og Opnum flokki eins og venja er.

Skráning er hafin inná Sportfeng (smella hér)

Mótið er á vegum Hestamannafélagsins Ljúfs

Komi upp vandræði vegna skráningar er hægt að senda tölvupóst á elka@simnet.is eða hringja í síma 863-8813