miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegir taktar á báðum brautum

2. júlí 2014 kl. 23:33

Hleð spilara...

Samantekt miðvikudags á Landsmóti.

Landsmótsgestir fjölmenntu í brekkurnar á Gaddstaðaflötum loksins þegar dagskráin hófst aftur kl. 13 í dag. 

Ungmennin hófu leik, sýningar þeirra voru hverri annari glæsilegri og er ljóst að hart verður barist í úrslitum. B-flokkur gæðinga olli heldur engum vonbrigðum og gestir fögnuðu skeiðsprettum kvöldsins. Á kynbótabrautinni stóðu nafntogaðar vonarstjörnur undir nafni, 5 vetra hlutu stóðhestar háar einkunnir fyrir afbragðskosti.

Hér er fjórði dagur Landsmót með augum kvikmyndatökumanns Eiðfaxa.