sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegir stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2010

3. mars 2010 kl. 12:42

Glæsilegir stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2010

Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands á  komandi sumri. Alls verða níu hestar í boði á vegum Hrossaræktarsambandsins sumarið 2010. Kynnið ykkur framboðið á heimasíðu okkar.  www.hrossvest.is

Nefna má Svein – Hervar frá Þúfu, Dofra frá Steinnesi, Þey frá Prestsbæ, Dyn frá Hvammi, Blæ frá Torfunesi, Roða frá Múla og Vökul frá Síðu.  Einnig má nefna tvo ósýnda, en efnilega, ungfola, þá Alvar frá Brautarholti og Brján frá Blesastöðum.

Opnað hefur verið fyrir pantanir svo allt er klárt.  Munið að hafa IS-númer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. 

Þá er ekkert að vanbúnaði.

Kveðjur frá stjórn Hrossaræktarsambands Vesturlands