mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsileg tilþrif í Rangárhöllinni - myndir

19. mars 2011 kl. 23:49

Glæsileg tilþrif í Rangárhöllinni - myndir

Sigurður Sigmundsson ritar: Það var heldur betur skyrpt úr hófunum þegar þriðja stóðhestaveislan var haldin í Rangárhöllinni laugardagskvöldið 19. mars...

Í setningarávarpi Kristins Guðnasonar, formanns Félags Hrossabænda, kom fram að samskonar sýning væri komin til að vera árlega, enda mikill áhugi og öll sæti áhorfenda setin. Góður sýningargluggi til skemmtunar og fróðleiks fyrir búgreinina.

Sýndir voru margir ungir og efnilegir stóðhestar en einnig eldri snillingar. Að auki voru afkvæmi fjögurra stóðhesta sýnd sem voru einnig mjög skemmtilegar og áhugaverðar sýningar. Um er að ræða þá Svein Hervar frá Þúfu, Þórodd frá Þóroddstöðum, Hrym frá Hofi og Sæ frá Bakkakoti sem var heiðursgestur, enda fæddur og uppalinn á svæðinu.

Ekki er ætlunin að gagnrýna hrossin þó atriðin væru óneitanlega misjöfn. Að mati skrifara var atriði hrossaræktarbúsins í Strandarhjáleigu hvað best útfærð með sýningu þeirra Elvars Þormarssonar og Hennu Siren. Þau hlupu í skarðið í forföllum annars atriðs með sólahrings fyrirvara. Þau sýndu bræðurna Skugga og Ás frá Strandarhjáleigu en þeir eru synir gæðingshryssunar Skímu frá Búlandi. Skuggi undan Kvisti en Þristur frá Feti er faðir Áss. Sérstakur klæðaburður er ávallt athygliverður. Þeir Sigurður Sæmundsson og Ágúst Sigurðsson voru þulir og fóru á kostum að vanda.

Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunni.