laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsileg opnunarhátíð Spretts

odinn@eidfaxi.is
1. febrúar 2014 kl. 18:28

Frá Víxlu reiðhallar Spretts.

Rekstrarsamningur undirritaður á víxlu hallarinnar

Nú er glæsileg opnunarhátíð reiðhallar hestamannafélagsins Spretts lokið. Í því tilefni var undirritaður rekstrarsamningur um rekstur hallarinar milli hestamannafélagsins, Garðabæjar og Kópavogsbæjar.

Margt heldra fólks er við víxluna m.a. Sigurður Ingi Landbúnaðarráðherra, Haraldur Þórarinsson formaður LH og Sveinn Steinarsson formaður FHB.

Sprettara- og brokkkórinn söng og fyrirmenn héldu ræður. Höllin er ein sú glæsilegasta á landinu en hún er alls um 4000 fm.

Eftir sýninguna var boðið upp á glæsilegar veitingar í boði félagsins.