miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsileg endurkoma-

26. júní 2012 kl. 10:50

Glæsileg endurkoma-

Fláki frá Blesastöðum 1A skaust rétt í þessu í efsta sæti A-flokks gæðinga þegar hann hlaut einkunnina 8,79.

Fláki er 7 vetra brúntvístjörnóttur stóðhestur úr ræktun Magnúsar Trausta og Hólmfríðar á Blesastöðum 1A. Hann er undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Blúndu frá Kílhrauni. Hann var sýndur í kynbótadómi á landsmóti í fyrra og hlaut þá aðaleinkunnina 8,49, fyrir kosti 8,71 og var í 3. sæti í flokki 6 vetra stóðhesta.

Knapi Fláka er Þórður Þorgeirsson en hann hefur á undanförnum árum beitt sér meira á kynbótabrautinni en í keppni og var meðal annars valinn kynbótaknapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna í fyrra. Glæsileg endurkoma hjá afreksknapanum.