miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsileg afmælishátíð Geysis

2. desember 2009 kl. 10:51

Glæsileg afmælishátíð Geysis

Hestamannafélagið Geysir í Rangárvallasýslu hélt veglega 60 ára afmælishátíð í Hvoli að kvöldi 28. nóv. Mikið var um dýrðir og m.a. voru sex félagsmenn gerðir að heiðursfélögum. Fyrrverandi formenn gáfu ræðupúlt og félaginu voru færðar góðar gjafir frá nágrannafélögum og LH ásamt árnaðaróskum.

Afreksfólk var heiðrað sem og ræktunarmenn og konur, fyrir frábæran árangur á árinu 2009. Sigurður Sigurðarson, var valinn íþróttamaður ársins og hlaut Mjölnisbikarinn, töltverðlaun. Róbert Bergmann var valinn knapi ársins, Kristjón Kristjánsson hlaut ræktunarbikarinn fyrir Oliver frá Kvistum, Guðmundur Björgvinsson gæðingabikarinn og Rakel N. Kristinsdóttir afreksbikarinn. Ræktunarfólkið í Strandarhjáleigu var einnig heiðrað fyrir frábæran árangur kynbótahrossanna frá þeim í ár.

Þeir sex félagar sem voru heiðraðir fyrir mikil og góð störf fyrir félagið sitt voru Kristján Jónsson, Sigurður Karlsson, Sigrún Haraldsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Kristinn Guðnason og Svavar Ólafsson.

Með fréttinni má sjá nokkrar myndir frá herlegheitunum, sem Sigurður Sigmundsson tók á hátíðinni.