mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glær hestur í Gerðarsafni

23. apríl 2014 kl. 11:22

Hvað gerir íslenska hestinn íslenskan?

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands stendur yfir í Gerðarsafni, Kópavogi. Þar má finna verk hestakonunnar Grétu V. Guðmundsóttur sem helgað er ímynd íslenska hestinum.

Gréta skrifaði athyglisverða grein í jólablað Eiðfaxa 2013, sem byggt er á erindi sem hún hélt á aðalfundi félags hrossabænda í haust. Þar spyr hún: Hvað gerir íslenska hestinn íslenskan? Á sýningunni má finna glæran glæsihest eða töltdraug sem vakið hefur eftirtekt og vísar í kenningar um ímynd hestsins og þátt mannsins í sköpulagi hans.

Gréta hyggst vinna bók um efnið. Útskriftarsýningin er opin til 11. maí.